Mikill áhugi á styrkjum til frumathugana á smávirkjunum

Umsóknarfrestur um styrki til frumathugana á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra rann út 5. nóvember. Alls bárust 17 umsóknir en gert er ráð fyrir að 8 verkefni verði styrkt. Matsnefnd er nú að störfum en gera má ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í desember.

 

Nánari upplýsingar um Smávirkjanasjóð SSNV er að finna hér: http://www.ssnv.is/is/soknaraaetlun/smavirkjanasjodur-ssnv