Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Opnað verður fyrir umsóknir í Lóuna - nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina á morgun, miðvikudaginn 20. apríl.

Hlutverk styrkjanna er að

  • Auka við nýsköpun á landsbyggðinni
  • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
  • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna

 

Háskóla-, vísinda- og iðnaðarráðuneytið hefur umsjón með umsóknarferlinu. Umsóknarformið er rafrænt og í nokkrum skrefum. Helsta breytingin í ár er sú að nú er gert ráð fyrir 30% mótframlagi frá umsækjanda.

Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna hér

 

Ráðgjafar SSNV aðstoða við yfirlestur á umsóknum og leiðbeina við gerð umsókna. Nánari upplýsingar um ráðgjafa má finna hér.