Hvað er Sóknaráætlun? Kynningarmyndband

Sóknaráætlanir eru unnar í öllum landshlutum og gilda til fimm ára í senn. Í Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2020-2024 felst mat á stöðu landshlutans, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir sem skipt er í fjóra lykilmálaflokka. Hún var unnin í samráði við íbúa svæðisins og komu á fimmta hundrað íbúa að gerð hennar með einum eða öðrum hætti.

 

SSNV setti saman myndband með kynningu á efni Sóknaráætlunarinnar og við hvetjum alla íbúa til að kynna sér efni hennar. Þá bendum við á möguleikann á að skrá sig á samráðsvettvang Sóknaráætlunar og taka þannig þátt í að móta framtíð Norðurlands vestra.