Hlaðvarpið Fólkið á Norðurlandi vestra - Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

Nýr þáttur af hlaðvarpinu Fólkið á Norðurlandi vestra er kominn út. Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

Elínborg rekur litla garðyrkjustöð undir nafninu Breiðargerði á jörð í Skagafirði sem er í lífrænni aðlögun. Þar ræktar hún grænmeti á borð við regnbogagulrætur og fjólublátt blómkál. Hún vinnur allt grænmetið sem fellur til og framleiðir frumlegar afurðir úr því, til að mynda vallhumalshlaup, túnfíflahlaup, rófuchutney og grænkálssalt. Vörurnar eru fáanlegar í verslunum í Skagafirði og í vefverslun Vörusmiðjunnar. 

Árið 2019 var farið af stað með hlaðvarpsþættina Fólkið á Norðurlandi vestra. Framleiddir voru um 30 þættir sem vöktu mikla athygli og fengu góða hlustun. Við endurvekjum nú hlaðvarpið og stefnum á að birta þætti reglulega með viðtölum við áhugaverða einstaklinga á Norðurlandi vestra sem eru að sýsla við áhugaverða hluti. 

Þættirnir eru aðgengilegir á podbean, inn á helstu hlaðvarpsveitum og á heimasíðu SSNV.