Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra

Það er komin ágætis hefð á að ferðaþjónustan á Norðurlandi vestra taki stöðuna "síðla hausts" og velti upp ýmsu, sem er greininni mikilvægt.

Þó að ekki hafi þótt ára fyrir samkomufund í þetta skiptið viljum við halda þessum góða sið. 

Það er okkur því sönn ánægja að kynna hér þessa dagskrá Haustdagisns á miðvikudagin og hún lítur svona út:

 

  1. Nýr vettvangur fyrir smá og meðalstór fyrirtæki – Sigmar Vilhjálmsson, Atvinnufjelagið
  2. Hvað segja markaðirnir ?  - Arnheiður Jóhannsdóttir, Markaðsstaofa Norðurlands
  3. Verður samband viðskiptavina og þjónustuaðila breytt eftir Covid ?  - Gústaf Gústafsson, Háskólinn á Hólum
  4. Nú er QR !  - Sveinbjörg Rut Pétursdóttir,  SSNV
  5. SSNV og ferðaþjónustan – Unnur Valborg Hilmarsdóttir SSNV 

    Fundarstjóri:  Davíð Jóhannsson, SSNV

Hlekkur á fundin er hér 

 Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að vera með okkur og hlýða á áhugaverð erindi um ýmislegt, sem snertir atvinnugreinina þessi dægrin.

Það eru Fagráð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra og SSNV sem standa að Haustdeginum.