Fyrsti mentorafundur Vaxtarrýmis 2022

Vaxtarrými fer vel af stað og hafa þátttökuteymin tíu lokið sinni fyrstu viku í hraðlinum. Í dag hófst önnur vika hraðalsins með fyrsta mentorafund teymanna. Við þökkum þeim kærlega fyrir sitt framlag.

 
-Bergrún Björnsdóttir er viðskiptafræðingur með master í fjàrmálum fyrirtækja og hefur unnið á fjármálamarkaði í rúmlega 15 ár, lengst af að meta fjárfestingakosti í óskráðum fyrirtækum, t.a.m. hjá Landsbréfum og Bláa Lóninu. Í dag starfar hún sem fjárfestingastjóri hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Hildur Þóra Magnúsdóttir lauk master í fjármálum og alþjóðaviðskiptum í Danmörku 2009 og hefur síðan þá starfað sem ráðgjafi, rekstrarstjóri og framkvæmdastjóri. Árið 2015 stofnaði hún fyrirtækið Pure Natura sem framleiðir og selur fæðubótarefni gerð úr innmat lamba og jurtum og starfar þar í dag sem framkvæmdastjóri. Hildur hefur gengið í gegnum allt ferlið frá hugmynd af vöru til markaðar og þekkir vel þær áskoranir sem frumkvöðlar mæta.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Kjartan Sigurðsson (ph.d.) er lector við Viðskipta og Raunvísindasvið Háskólans á Akureyri (HA), einnig veitir hann forstöðu og er ábyrgur fyrir þróun nýs þekkingarseturs sem fellur undir skrifstofu rektors við Háskólann á Akureyri um Nýsköpun, Frumkvöðlafærni og Sjálfbærni. Kjartan hefur víðtæka reynslu á sviði rannsókna, sem framkvæmdastjóri, frumkvöðull og kennari og hefur starfað víða við ráðgjöf á innleiðingu og framkvæmd áætlanagerða í fyrirtækjum, mótun nýrra viðskiptamódela og með áherslu á nýsköpun í Evrópu og á Íslandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu á matvæla og sjávarútvegssviði hefur mikla reynslu í fyrirtækjarekstri og markaðssetningu. Hún hefur einnig unnið að þróunarverkefnum, stofnað eigið nýsköpunarfyrirtæki og stundað alþjóðaviðskipti með matvöru. Jafnframt hefur Tinna verið ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, ásamt því að aðstoða alþjóðleg fyrirtæki á íslenskan markaðnum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Hrönn Greipsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, er viðskiptafræðingur með MBA gráðu í fjármálum og próf í verðbréfamiðlun. Hrönn hefur yfir 30 ára reynsla úr atvinnulífinu sem stjórnandi, fjárfestir og stjórnarmaður. Hrönn hefur leitt undirbúning og stofnun fjárfestingafélags, fjármögnun þess og stýrði fjárfestingum. Þá hefur hún unnið með fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum bæði í gegnum fjárfestingar, stjórnarsetu og sem mentor í viðskiptahröðlum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Baldvin Valdemarsson hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu m.a. á sviði rekstrar og stjórnunar, af atvinnuþróun og nýsköpun og hefur gegnt fjölbreyttum stjórnendastörfum. Þá þekkir hann einnig vel til styrktar- og rannsóknarumhverfis atvinnu- og byggðamála og hefur fjölbreytta reynslu af mati umsókna inn í m.a. Sóknaráætlun og Uppbyggingarsjóð Norðurlands Eystra. Baldvin hefur m.a. gegnt hlutverki forstöðumanns RHA og sviðsstjóra Atvinnu- og byggðaþróunar hjá SSNE (áður AFE).