Fyrirtækjakönnun landshlutanna

SSNV tekur þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna í ár. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri á Norðurlandi vestra: einyrkjum og stærri fyrirtækjum sem og stofnunum og öðrum sem hafa fólk í vinnu. Send verður út rafræn spurningakönnun á fyrirtækjalista SSNV í gegnum Rannsóknamiðstöð háskólans á Akureyri nú um miðjan janúar. Könnunin veitir afar mikilvægar upplýsingar um stöðu og horfur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra og því er mikilvægt að sem flestir taki þátt.

 

Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi framkvæmir könnunina

 

Hérna má nálgast niðurstöður síðustu fyrirtækjakönnunar sem var framkvæmd.