Fyrirtækjakönnun landshlutanna

SSNV tekur þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna í annað skiptið í ár. Könnunin er ætluð öllum þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri á Norðurlandi vestra: einyrkjum og stærri fyrirtækjum sem og stofnunum og öðrum sem hafa fólk í vinnu. Þegar hefur verið send út rafræn spurningakönnun á fyrirtækjalista SSNV. Ef þú eða fyrirtæki þitt hefur eki fengið senda könnun er hægt að senda póst á ssnv@ssnv.is og við sendum könnunina um hæl.

 

Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi framkvæmir könnunina

 

Ýmis þekking hefur verið tekin saman frá því kannanirnar fóru fyrst af stað 2013 og hefur gefið mikla þekkingu. Dæmi um það er að finna hér: 

 

Könnunin veitir afar mikilvægar upplýsingar um stöðu og horfur atvinnulífsins á Norðurlandi vestra og því er mikilvægt að sem flestir taki þátt.

 

Könnunin frá í fyrra og fyrst gerð fyrir allt landið: http://ssv.is/wp-content/uploads/2019/06/Fyrirtaekjakonnun_2018_allir-landshlutar-lokautgafa.pdf  

Fjárfestingarvilji fyrirtækja (Lifandi tölfræði) á slóðinni: http://ssv.is/skemmtileg-tolfraedi/fyrirtaeki/fyrirtaekjakonnun/fjarfestingar/  

Horfur í starfsmannamálum (Lifandi tölfræði) á slóðinni: http://ssv.is/skemmtileg-tolfraedi/fyrirtaeki/fyrirtaekjakonnun/starfsmannamal/  

Styttri greinagerðir (kallaðar Glefsur) á slóðinni: http://ssv.is/wp-content/uploads/2016/09/Skra_0075997.pdf  

Lengri greinagerðir (kallaðar skýrslur eða Hagvísar) á slóðinni: http://ssv.is/wp-content/uploads/2016/09/Skra_0069000.pdf eða þá allra nýjustu hér http://ssv.is/wp-content/uploads/2018/05/Fyrirtaekjakonnun2017_skyrsla_SSV_12018.doc.pdf .