Fimm skref til að móta þína markaðsáætlun

Fjölmörg tæki og tól eru aðgengileg á vefnum til að auðvelda vinnu við markaðsáætlanir sem eru líklegar til árangurs. 

Gott er að kynna sér stærð markaðar (fjöldi viðskiptavina /umfang sölu), hver er þín staða miðað við samkeppnisaðila og einkenni markaðar t.d. árstíðarsveiflur. Einnig þarf að skoða þá þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum tímabilum. Hefur kauphegðun viðskiptavina breyst eða hafa einhverjir ytri þættir í efnahags- eða stjórnsýsluumhverfinu áhrif á markaðinn í framtíðinni.

Til að móta þína markaðsáætlun er hægt að styðjast við eftirfarandi fimm skref.

 

1. Byrjaðu á að greina stöðu vörunnar/þjónustu á markaði

Áður en farið er af stað er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því hver er staða þinnar vöru/þjónustu á markaði. Hvar liggja styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir? Gott er að framkvæma SVÓT (SWOT) greiningu áður en lengra er haldið.

 

S – Styrkleikar

V – Veikleikar

Ó – Ógnanir

T - Tækifæri

 

Styrkleikar og veikleikar eru þættir í innra umhverfi fyrirtækisins, hlutir sem hægt er að breyta – verð, þjónusta, reynsla, þekking o.s.frv.

Ógnanir og tækifæri eru í ytra umhverfinu og þið fáið ekki breytt svo auðveldlega - lög, reglur, gengismunur, samkeppni o.þ.h.

 

Hérna má finna ágætis yfirferð um SVÓT greiningu.

 

Auk SVÓT greiningar þarftu að vita stöðu á markaði. Hvernig er þín vara í samanburði við vörur samkeppnisaðila? Með því að greina hverjir samkeppnisaðilar þínir eru fæst betra yfirlit yfir þína stöðu á markaði.

Athugaðu hvernig þín vara aðgreinir sig frá öðrum sambærilegum vörum. Hvernig eru aðrar sambærilegar vörur betri en þín vara? Hvað er það sem samkeppnisaðilar þínir eru ekki að uppfylla? Hvað vantar hjá þér eða öðrum? Hvað er það sem þú getur boðið sem getur bætt þína samkeppnisstöðu?

Með því að svara álíka spurningum ættirðu að fá betri skilning á því hvað þinn viðskiptavinur vill, sem leiðir að skrefi 2.

 

2. Skilgreindu markhópinn þinn

Þegar þú hefur gert þér betur grein fyrir þinni stöðu á markaði og samkeppnisstöðu þinni þarftu að vera viss um að þú vitir hver markhópurinn þinn er.

Ef fyrirtækið þitt er nú þegar með skilgreindan prófíl viðskiptamanns gætirðu einungis til að betrumbæta hann.

Ef þú ert ekki þegar búin/n að skilgreina hann þá ættirðu að gera það. Til þess gætirðu þurft að framkvæma stutta markaðskönnun.

 

Viðskiptaprófíll viðskiptavinar þíns ætti að vera byggður upplýsingum um aldur, kyn og tekjur. En hann ætti einnig að innihalda upplýsingar um ákveðna hegðun eða markmið. Hvaða vandamál stendur hann frammi fyrir sem þín vara eða þjónusta getur leyst?

 

Þegar þetta er komið á hreint er hægt að snúa sér að skrefi 3, skilgreina SMART markmið.

 

3. Skrifaðu niður SMART markmiðin þín

Þú kemst ekki á leiðarenda ef þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast þangað. Og í þessu samhengi þá geturðu ekki bætt arðsemi fjárfestingar ef þú veist ekki hver markmiðin þín eru.

 

Eftir að þú hefur skilgreint markhópinn þinn og greint stöðu þína á markaði geturðu farið í vinnu við að setja niður SMART markmiðin þín.

 

Markmiðin þurfa að vera:

S – skýr/sértæk, markmið þurfa að vera skýr og greinileg, ekki óljós og almenn.

M – mælanleg, markmið verða að vera mælanleg t.d. í tíma , gæðum, fjölda eða

magni

A – aðgerðaáætlun, nauðsynlegt að gera áætlun um hvernig þú ætlar að ná

markmiðunum, hvað þarf að gera til að ná þeim

R – raunhæf, markmið verða að vera raunhæf og náanleg, má ekki taka of

langan tíma að ná þeim

T – tímasett, tímamörkin eru skuldbinding og hvetja okkur til að ná

markmiðunum

 

Öll markmið sem þú setur þér þurfa að vera skýr og hafa tímaramma til að vinna eftir.

Til dæmis gæti markmið þitt verið að gjölga fylgjendum þínum á instagram um 15% innan þriggja mánaða.

 

Áður en þú byrjar á að skilgreina hvernig þú ætlar að ná markmiðum þínum þarftu að skrifa niður hver markmiðin eru. Síðan geturðu byrjað að greina hvaða aðferð hjálpar þér að ná því markmiði. Það færir okkur í skref númer fjögur.

 

4. Skilgreindu hvernig þú ætlar að ná markmiðunum

Þegar hingað er komið ertu búin/n að skrifa niður markmiðin þín sem eru byggð á markhópnum þínum og núverandi stöðu á markaði.

Núna þarftu að skoða hvaða aðferðir þú getur notað til að ná markmiðum þínum. Auk þess þarf að skoða hvaða miðlar passa þínum markmiðum best miðað við markhópinn og hvaða aðgerðir þarf að einblýna á.

 

Ef þú vilt t.d. fjölga fylgjendum þínum um 15% innan þriggja mánaða, gætu aðgerðirnar þínar falið í sér að vera með gjafaleik á instagram, svara athugasemdum á instagram og að vera með daglegar færslur á Instagram.

 

Þegar þú veist hver markmiðin þín eru verður auðveldara að upphugsa hvaða aðferðir myndu gagnast best eða hvaða aðgerðir gætu hentað til að ná tilteknu markmiði.

 

Það er hins vegar ekki nóg að hugsa leiðir til að ná markmiðinu. Þú þarft líka að áætla fjármagnið sem þú ert tilbúin/n til að eyða til að ná tilteknu markmiði.

 

5. Áætlaðu fjármagn í markaðssetningu

Áður en þú getur sett aðgerðir þínar í framkvæmd þarftu að áætla fjármagn sem þú ert tilbúin til að fjárfesta í markaðssetningu.

 

Aðgerðir þínar gætu t.d. falið í sér að auglýsa á samfélagsmiðlum. En ef þú átt ekki fjármagn tiltækt í það þá eru líkur á því að þú náir ekki markmiði þínu.

 

Þegar þú ert að ákveða aðgerðir eða aðferðir hafðu í huga áætlað fjármagn sem þú gætir þurft á að halda eftir því hvaða leið er valin. Auk þess er gott að áætla tímann sem þú þarft að leggja í til að vinna að tiltekinni aðgerð, svo sem að setja upp auglýsingaefni, vinna markaðsefni með Canva, setja upp áætlaðar birtingar o.s.frv.

 

 

 

Þegar þú hefur farið í gegnum þessi fimm skref ertu komin með grófar útlínur að þinni markaðsáætlun. Á vefnum er að finna hin ýmsu tól og tæki til að auðvelda uppsetningu á markaðsáætlun. Auk þess er að finna verkfæri sem hjálpa þér að setja upp ítarlegri markaðsáætlun. En þú þarft fyrst og fremst tíma til að vinna verkið. Ef þú hefur ekki tímann gæti verið ráð að kaupa þjónustuna frá aðila sem sérhæfir sig í markaðssetningu.

 

Hérna er hægt að finna frekari upplýsingar er varða ögn ítarlegri markaðsáætlun.