Aukin aðsókn í atvinnuráðgjöf

Hvetjum fólk til að hafa tímann fyrir sér við umsóknarskrif.

Undanfarið hefur aðsókn í atvinnuráðgjöf hjá SSNV aukist nokkuð. Er það afar ánægjulegt og til marks um grósku í landshlutanum. Verkefnin felast helst í aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, aðstoð við markaðsmál sem og umsóknaskrif. Í ljósi þess að hinir ýmsu sjóðir eru með umsóknarfresti á næstunni hvetjum við umsækjendur til að vinna umsóknir sínar tímanlega og bóka viðtal hjá ráðgjöfum okkar í tíma. Það að vinna umsókn á síðstu stundu kemur niður á gæðum hennar sem minnkar líkur á styrkjum.

Atvinnuráðgjafar okkar eru til þjónustu reiðubúnir.