Ályktun stjórnar SSNV um skerðingu aflaheimilda

Á 73. fundi sínum þann 1. febrúar sl. ályktaði stjórn SSNV um skerðingar á aflaheimildum til strandveiða á yfirstandandi ári enda er um mikla hagsmuni að ræða fyrir sjávarbyggðalög í landshlutanum. Svohljóðandi var bókað:

 

Stjórn SSNV hvetur hæstvirtan matvælaráðherra til að hverfa frá 1.500 tonna niðurskurði aflaheimilda til strandveiða árið 2022. Mikilvægt er fyrir sjávarbyggðalög á Norðurlandi vestra að strandveiðar verið heimilaðar í 48 daga, 12 daga í hverjum mánuði á tímabilinu maí til ágúst og jafnræðis verði gætt milli veiðisvæða.