Áhersluverkefni SSNV – Listasmiðja Unga Fólksins

SSNV auglýsir eftir áhugasömum aðila til að taka sér tímabundið verkefni sem snýr að því að kanna grundvöll að sumarsmiðju í skapandi listum fyrir börn og unglinga á Norðurlandi vestra. Verkefnið gæti meðal annars falist í að framkvæma áhugakönnun meðal hugsanlegra þátttakenda, setja upp ramma að framkvæmd smiðjunnar og vinna að kostnaðaráætlun. Fyrir frekari upplýsingar um verkefnið vinsamlegast hafið samband við Sveinbjörgu Pétursdóttur, atvinnuráðgjafa SSNV, á sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 455-2515. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl.