Styrkir

Í lok árs 2014 runnu út menningar-, vaxtar- og sóknaráætlunarsamningar milli ríkisins og SSNV sem verið höfðu í gildi um nokkurt skeið.

Þann 10. febrúar 2015 var skrifað undir samning milli ríkisins og SSNV um Sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 en hann kom m.a. í stað fyrrnefndra þriggja samninga.

Samkvæmt samningnum var m.a. settur á fót Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra og skipuð nefnd sem úthluta skyldi styrkjum til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar í þeim tilgangi að „stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls“. 

Nánari upplýsingar um styrki Uppbyggingarsjóðs má nálgast hér.