Menningarráð

Menningarráð Norðurlands vestra  er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir menningarmál og hefur meðal annars það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Norðurlandi vestra samkvæmt ákvæðum samningsins og hafa eftirlit með framkvæmd hans. Á starfssvæði Menningarráðsins eru eftirtalin sveitarfélög:

Akrahreppur, Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Á árunum 2007-2014 úthlutaði Menningarráð alls rúmum tvö hundruð milljónum til menningarverkefna á Norðurlandi vestra.

Árið 2014 rann út síðasti menningarsamningurinn við ríkið, voru þá menningarstyrkir færðir undir samning um Sóknaráætlun Norðurlands vestra og sérstök úthlutunarnefnd skipuð til að úthluta styrkjum til menningarmála.

Á ársþingi SSNV, 16. október 2015, var samþykkt að leggja niður starfsemi Menningarráðs frá og með áramótum 2015-2016.