Vaxtarsamningur

Vaxtarsamningur Norðurlands vestra var samningur milli Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og SSNV og var hluti af samningi um stuðning við byggðaþróun. Markmið samningsins var að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur leyst Vaxtarsamning af hólmi en styrkhafar Vaxtarsamnings sem enn eru með verkefni í gangi nota eyðublöðin hér til hliðar við gerð framvindu- og lokaskýrslu.