Könnun

Könnun á vegum Samgöngu- og innviðanefndar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra

Samgöngu og innviðanefnd SSNV vinnur að gerð samgönguáætlunar fyrir landshlutann. Liður í áætluninni er að setja fram stöðu mála varðandi fjarskiptasamband á svæðinu og brýnustu úrbætur sem gera þarf.
 
Könnunin er send til allra íbúa dreifbýlis á svæðinu.
 
Til að fá sem gleggsta mynd af fjarskiptasambandi er annars vegar spurt um samband á heimili og hins vegar á vinnusvæði búsins/jarðarinnar. Heimili tekur þá til íbúðarhússins en vinnusvæði bús/jarðar til þeirra útihúsa þar sem það á við.
 
Upplýsingar frá þér skipta máli - alls tekur um 10 mínútur að svara könnuninni.

Hérna er hægt að nálgast könnunina.