Vinnustofa Íslandsstofu um tækifæri á Norðurlandi til útflutnings

Fulltrúar SSNV sitja nú vinnustofu Íslandsstofu á Akureyri þar sem kortlögð eru tækifæri á Norðurlandi til útflutnings. Vinnustofan er liður í stefnumótun Íslandsstofu til 5 ára. Fundinn sitja um 30 manns af Norðurlandi öllu. Lögð er áhersla á að lagt sé mat á mögulegar tekjur af þeim tækifærum sem fram koma til að hægt sé að kortleggja mögulegan ávinning.