Rannís auglýsir eftir umsóknum í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Hvert er markmiðið?

Meginhlutverk sjóðsins er að launa starfsemi þeirra fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein.

Hverjir geta sótt um?

Rétt til að sækja um starfslaun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku í ýmsu formi.

Styrkflokkar

Styrkflokkar eru fjórir; starfslaun til þriggja, sex, níu eða tólf mánaða. Ekki verður skorið niður af umbeðnum starfslaunum til styrkþega 2020.

 

Sjá nánar á vefsvæði sjóðsins.