Námskeið um stafræna framþróun fyrir starfsmenn og kjörna fulltrúa sveitarfélaga á starfssvæði SSNV

Samband íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við SSNV býður sveitarstjórnarmönnum og starfsfólki sveitarfélaganna á starfssvæði samtakanna upp á námskeið um stafræna framþróun innan sveitarfélaga. Námskeiðið er í umsjón Fjólu Maríu Ágústsdóttur, breytingarstjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

 

Námskeiðið fer fram 20. maí kl. 14-16 á Teams. Nauðsynlegt er að skrá sig til að fá boð á fundinn. Skráning fer fram hér.

 

Viðfangsefni:

Almennt um stafræna framþróun

Hvað þýðir stafræn umbreyting fyrir sveitarfélög

Staða sveitarfélaganna gagnvart stafrænni framþróun

Áhrif stafrænnar framþróunar á samfélag og fólk

Samstarf sveitarfélaga í stafrænni framþróun – hvernig gæti það farið fram

Hvernig þurfa sveitarfélög að bregðast við

Val á tækifærum og hvaða þjónustur ætti að gera stafrænar

Mikilvæg hæfni

Hvernig hafa Danir skipulagt sig

Aðferðir, verklag og endurhönnun þjónustu

Stafrænar lausnir