Línulegt samtal

Haldinn var opinn kynningar- og vinnustofufundur þann 13. febrúar sl. á Sauðárkróki. Fín mæting var á fundinn og góð þátttaka í vinnustofu og verður áhugavert að sjá niðurstöður úr  þeirri vinnu. Veðrið undanfarna mánuði hefur ekki verið upp á sitt besta og ábendingar hafa borist um að fólk sem hafði áhuga á að mæta hafi ekki komist á fundinn sökum þess. Til að bregðast við þessum ábendingum mun verða fundur fyrir norðan í næstu viku, miðvikudaginn 4. mars, til að gefa sem flestum tækifæri á að taka þátt í umræðu og vinnu við valkostagreiningu vegna lagningar Blöndulínu 3. Fundirnir verða haldnir f.h. á Akureyri og e.h. í Hótel Varmahlíð.