Kvikmyndamiðstöð Íslands auglýsir eftir styrkumsóknum

Mynd eftir Martin Lopez af Pexels
Mynd eftir Martin Lopez af Pexels

Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru hefur Kvikmyndasjóður fengið 120 m.kr. í sérstaka fjárveitingu til styrkveitinga til átaksverkefna.

Verkefni sem sótt er um styrk fyrir þurfa að hefjast fyrir 1. september 2020 og vera lokið fyrir 1. apríl 2021.

Umsóknarfrestur gildir til og með 10. maí næstkomandi en gert er ráð fyrir að úthlutun verði lokið fyrir 1. júní.

Hægt að sækja um styrkina á vefgátt Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Almennar úthlutunarreglur Kvikmyndasjóðs gilda um þessar úthlutanir og því gildir m.a. að styrkir eru eingöngu veittir þeim sem hafa kvikmyndagerð að aðalstarfi.

Hægt er að sækja um þrjá styrktarflokka sem hluta af þessu átaksverkefni en það eru sérstakir þróunarstyrkir, framleiðslustyrkir og kynningarstyrkir.

 

Sjá nánar á heimasíðu Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.