Heimstorg Íslandstofu

Íslandsstofa hefur opnað vefinn heimstorg.is, þjónustuborð atvinnulífsins, upplýsinga- og samskiptagátt fyrirtækja sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar. Þar er safnað saman á einn stað upplýsingum um tækifæri til samstarfs erlendis, m.a. styrkjaköll ýmissa erlendra sjóða, innkaupaútboð, markaðstækifæri og ýmsa viðburði. Atvinnuráðgjafar SSNV, ásamt öðrum atvinnuþróunarfélögum, eru tilgreind sem ráðgjafar á Heimstorginu og munum við leggja aðilum á Norðurlandi vestra sem eru áhugasamir um erlent samstarf, ráðgjöf og stuðning með aðstoð Íslandsstofu.