Fundargerð úthlutunarnefndar 27. nóvember 2019

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar 

 

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

Fundargerð

 

22. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn miðvikudaginn 27. nóvember 2019, kl. 13:30, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar: Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Sigríður Svavarsdóttir, Þorsteinn Jóhannes Guðmundsson, Adolf H. Berndsen og Jóhanna Ey Harðardóttir.

Einnig sat fundinn Ingibergur Guðmundsson, starfsmaður SSNV.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

 

1. Starfsreglur úthlutunarnefndar

Formaður fór yfir starfsreglur nefndarinnar.

 

2. Verklags- og úthlutunarreglur og matsblað f. 2020

Farið yfir breytingar á reglum og matsblaði frá fyrra ári.

 

3. Hæfi/vanhæfi fulltrúa í úthlutunarnefnd

Farið yfir tilvitnanir í lög um hæfi og vanhæfi.

 

4. Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra – umsóknir 2020

Alls bárust 113 umsóknir um styrki þar sem beðið var um rúmar 170 millj. kr. Til úthlutunar eru 74-75 millj. kr.

Nefndin fór yfir umsóknirnar og athugaði hvort öllum formskilyrðum væri fullnægt. Niðurstaðan var sem hér segir:

Umsóknir nr. 20005, 20015, 20024, 20028, 20031, 20057: Umsóknum vísað frá þar sem staðfestingar skráðra samstarfsaðila bárust ekki.

Að því loknu var öðrum umsóknum vísað til umfjöllunar í viðkomandi fagráði.

Nefndin beinir því til fagráðs menningar að miða við 18.000.000 kr. í stofn- og rekstrarstyrki.

 

5. Verkferlar við mat á umsóknum

Farið yfir verkferla fagráða við mat á umsóknum.

 

6. Dagsetningar næstu funda

Samþykkt að næsti fundur úthlutunarnefndar verði miðvikudaginn 18. desember 2019, kl. 13:30, á Skagaströnd.

 

7. Önnur mál

Fleira ekki tekið fyrir, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.30.