Fundargerð stjórnar 7.mars 2017

  Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

 Fundargerð  15. fundar stjórnar SSNV 7. mars 2017.

 

Þriðjudaginn 7. mars 2017 kom stjórn SSNV saman til fundar á Skagaströnd og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson formaður stjórnar setti fundinn og stjórnaði honum.

  

Dagskrá:

 1. Fundargerð 14. stjórnarfundar SSNV dags. 6. febrúar 2017
 2. Ársreikningur 2016
 3. Greinargerð endurskoðunarnefndar
 4. Almenningssamgöngur
 5. Atvinnuuppbygging í Austur – Húnavatnssýslu (Hafurstaðaverkefni)
 6. Aukaúthlutun úr Uppbyggingarsjóði
 7. Greiðslur vegna starfa Úthlutunarnefndar og fagráða
 8. Störf í heimabyggð
 9. Erindi frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum
 10. Umsögn um frumvarp um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, 128 mál
 11. Kynningarmál SSNV
 12. Fundargerðir
 13. Skýrsla framkvæmdastjóra
 14. Önnur mál

  

Afgreiðsla

 

1.  Fundargerð 14. stjórnarfundar SSNV dags. 06. febrúar 2017.

Fundargerðin samþykkt.

 

2.  Ársreikningur 2016

Stjórn staðfesti ársreikning með undirritun. 

 

3.  Greinargerð endurskoðunarnefndar

Lögð fram til kynningar greinargerð endurskoðunarnefndar.

 

4.  Almenningssamgöngur

Um tíma hefur verið stefnt að því að almenningssamgöngur í kjördæminu verði í einu félagi í jafnri eigu SSNV, SSV og FV. SSV og FV hafa samþykkt að verða aðilar að hlutafélagi sem taki við umsýslu almenningssamgangna. 

Stjórn samþykkir kaupa 1/3 hlut í félaginu á 500.000 kr. Hluthafasamkomulag verði gert til að tryggja hagsmuni íbúa landshlutans varðandi akstur á leiðum innan landshlutans. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá kaupunum og hluthafasamkomulagi og jafnframt að taka sæti í stjórn félagsins.

 

5.  Atvinnuuppbygging í Austur – Húnavatnssýslu (Hafurstaðaverkefni)

Fyrir fundinum liggur samningur við Mannvit um vinnu við verkefni sem SSNV og ANR sömdu um á árinu 2016. Um er að ræða verkfræðilega greiningu á svæðinu milli Blönduós og Skagastrandar og eru Hafurstaðir innan þess svæðis. 

Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

 

6.  Aukaúthlutun úr Uppbyggingarsjóði

Stjórn samþykkir að fram fari aukaúthlutun úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra að fjárhæð 10.020.000 kr., sem eru eftirstöðvar síðustu úthlutunar. Auk þess samþykkir stjórn að úthluta 10.600.000 kr. úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Norðurlands vestra. Um er að ræða eftirstöðvar síðustu úthlutunar auk framlags ársins 2017. Samþykkt að umsóknarfrestur verði til 10. apríl 2017.

 

7.  Greiðslur vegna starfa Úthlutunarnefndar og fagráða

Fyrir fundinum liggur tillaga um greiðslur fyrir yfirferð umsókna og aðra vinnu Úthlutunarnefnda og fagráða. 

Tillagan samþykkt.

 

8.  Störf í heimabyggð

Umræður um hvernig sé unnt að auka viðskipti innan landshlutans og fjölga þar með störfum.

Samþykkt að hefja verkefni, átak til eflingar viðskipta innan landshlutans og að fjármunir sem í fjárhagsáætlun eru ætlaðir til markaðs og kynningarátals verði að hluta til nýttir í þetta verkefni.

 

9.  Erindi frá ferðamáladeild Háskólans á Hólum

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Háskólanum á Hólum um að SSNV verði mögulegur samstarfsaðili vegna umsóknar í Horizon2020 sjóði Evrópusambandsins. Engar skuldbindingar falla á SSNV vegna þessa. 

Samþykkt að SSNV verði þátttakandi í umsókninni.

 

10.  Umsögn um frumvarp um farþegaflutninga og farmflutninga á landi.

Stjórn samþykkir að senda svohljóðandi umsögn: 

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV)  tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 24. febrúar 2017 og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 24. febrúar 2017.

Stjórn SSNV tekur sérstaklega undir þau sjónarmið sem koma fram í umsögnunum um einkarétt á almenningssamgöngum. Það er, að mati stjórnar SSNV, afar brýnt að ný lög skýri með afgerandi hætti mörkin milli almenningssamgangna sem landshlutasamtök og sveitarfélög annast og annarra fólksflutninga. 

 

11.  Kynningarmál SSNV

Rætt um mikilvægi þess að SSNV kynni starfsemi sína betur en gert hefur verið. 

Stjórn samþykkir að SSNV hefji markvissa vinnu við að kynna starfsemi sína og að fjármunir sem ætlaðir eru í markaðs- og kynningarátak í fjárhagsáætlun ársins verði að hluta nýttir í þessa kynningu.

 

12.  Fundargerðir.

Lagðar fram til kynningar:

 

Eyþing fundur stjórnar dags. 25. jan. 2017

Eyþing fundur stjórnar dags. 15. feb. 2017

SSA fundur stjórnar dags. 31. janúar 2017

SASS fundur stjórnar dags. 03. feb. 2017

SSS fundur stjórnar dags. 8. feb. 2017

SSV fundur stjórnar dags. 25. jan. 2017

FV fundur stjórnar dags. 14. des. 2016

FV fundur stjórnar dags. 24. jan. 2017

FV fundur stjórnar dags. 16. feb. 2017

Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 16. des. 2016

Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 27. jan. 2017

Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 24. feb. 2017

  

Lögð fram til samþykktar: 

Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs dags. 16. feb 2017 samþykkt.            

 

13.  Skýrsla framkvæmdastjóra.

Flutt munnlega á fundinum.

 

14.  Önnur mál

a)      Fram kom tillaga um að stjórn fundaði með starfsmönnum SSNV.

 Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að koma fundinum á dagskrá.

  

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:20

  

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Adolf H. Berndsen (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson

Björn Líndal Traustason (sign.)