Frestun gjalddaga staðgreiðslu launa og staðgreiðslu tryggingagjalds

Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru geta launagreiðendur sótt um frest á skilum á allt að þremur greiðslum.

Þær þurfa að vera vegna afdreginnar staðgreiðslu af launum og staðgreiðslu tryggingagjalds sem eru á gjalddaga frá 1. apríl til og með 1. desember 2020.

Heimilt er að óska eftir frestun á gjalddaga og eindaga til 15. janúar 2021 að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu RSK.