Fjölgun íbúa á Norðurlandi vestra

Skv. nýbirtum tölum frá Þjóðskrá Íslands hefur íbúum á Norðurlandi vestra fjölgað um 60 manns, eða 0,8% frá 1. desember 2019. Á sama tíma er fjölgun á landsvísu 0,8%. Íbúar í landshlutanum eru nú 7387. Frá 1. desember 2018 hefur íbúum fjölgað um 160, úr 7227.