Fundargerð úthlutunarnefndar 30.01.2017

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

                                                               Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

 

Fundargerð 

11. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn mánudaginn 30. janúar 2017, kl. 13:30, að Einbúastíg 2 á Skagaströnd.

Mætt til fundar:  Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Viggó Jónsson, Leó Örn Þorleifsson og Ingileif Oddsdóttir.

Einnig sátu fundinn Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson, sem ritar fundargerð.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1. Fundargerðir fagráðs menningar 15. des. 2016, 12. jan. 2017 og 23. jan. 2017.

Formaður fór yfir efni fundargerðanna.

 

2. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu einstakra umsókna.

Nefndarmaður                            Umsóknir nr.

Lárus Ægir Guðmundsson           : 17035, 17040

Jóhanna Magnúsdóttir                 : 17051, 17074,

Ingileif Oddsdóttir                      : 17083, 17095, 17096, 17103, 17106

Viggó Jónsson                            : 17048, 17064, 17076, 17086, 17091, 17092, 17096, 17097, 17107

 

Þeir nefndarmenn, sem vanhæfir voru, viku af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.

 

3. Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs menningar um úthlutun stofn- og rekstrarstyrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 10 umsóknir fái stofn- og rekstrarstyrk alls að upphæð 14,2 millj. kr.

Sjá fylgiskjal: STR - Niðurstaða úthlutunarnefndar 30. jan. 2017.

 

4. Verkefnastyrkir

Fyrir fundinum lá tillaga fagráðs menningar um úthlutun verkefnastyrkja. Nefndin fór yfir tillögurnar og ræddi þær. Samþykkt að 51 umsókn fái verkefnastyrk alls að upphæð 20,4 millj. kr.

Sjá fylgiskjal: VERK - Niðurstaða úthlutunarnefndar 30. jan. 2017.

 

5. Úthlutunarhátíð

Samþykkt að úthlutunarhátíð verði haldin í Veitingahúsinu Sjávarborg, Hvammstanga, 16. febrúar nk., kl. 17.00.

 

6. Önnur mál

Næsti fundur úthlutunarnefndar verður haldinn á skrifstofu SSNV á Hvammstanga, 16. febrúar nk., kl. 15.00.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16.00.