Fundargerð úthlutunarnefndar 16.02.2017

Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar

 

 

                                                    Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra

 

Fundargerð 

12. fundur Úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra, haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2017, kl. 15:00, á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.

Mætt til fundar: Lárus Ægir Guðmundsson, formaður, Jóhanna Magnúsdóttir, Viggó Jónsson og Leó Örn Þorleifsson. Ingileif Oddsdóttir boðaði forföll vegna veikinda.

Einnig sátu fundinn Sólveig Olga Sigurðardóttir og Ingibergur Guðmundsson, sem ritar fundargerð.

Formaður nefndarinnar stýrði fundi.

 

Dagskrá:

1. Fundargerð fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar 19. janúar 2017.

Formaður fór yfir efni fundargerðarinnar.

 

2. Bréf frá BioPol ehf. o.fl. vegna ákvæða í verklags- og úthlutunarreglum um að umsóknir og fylgiskjöl skulu vera á íslensku.

Nefndin sér ekki ástæðu til að breyta ákvæðum um að umsóknir skulu vera á íslensku.

 

3. Niðurstöður þjónustukönnunar um umsóknarferlið.

Farið yfir niðurstöður könnunarinnar sem voru að flestu leyti mjög jákvæðar. Samþykkt að niðurstöðurnar verði hafðar til hliðsjónar við undirbúning næsta umsóknarferils.

 

4. Ákvörðun um meðferð þeirra 10 milljóna sem ekki var úthlutað AÞN megin.

Samkvæmt fjárhagsáætlun SSNV fyrir árið 2017 er gert ráð fyrir 32 millj. kr. til úthlutunar styrkja í atvinnuþróunar- og nýsköpunarhluta Uppbyggingarsjóðs. Á fundi úthlutunarnefndar, 20. jan. sl., var samþykkt að úthluta tæpum 22 millj. kr. í styrki.

Úthlutunarnefnd samþykkir að aftur verði auglýst eftir umsóknum um styrki með umsóknarfresti til og með 10. apríl nk.  

 

5. Úthlutunarferlið – athugasemdir/tillögur frá fagráðum.

Fyrir fundinum lágu ábendingar/athugasemdir frá fagráðunum um framkvæmd úthlutunarferilsins. Farið var ítarlega yfir athugasemdirnar og samþykkt að hafa þær til hliðsjónar við framkvæmd næsta umsóknar- og úthlutunarferils.

 

6. Verklags- og úthlutunarreglur f. 2018.

Kynnt voru fyrstu drög að verklags- og úthlutunarreglum fyrir árið 2018. Samþykkt að taka drögin til umræðu í haust á undirbúningsfundi fyrir næsta umsóknar- og úthlutunarferli.

 

7. Svarbréf frá tveimur aðilum vegna dráttar á skilum á lokaskýrslu

Formaður kynnti svarbréfin. Nefndin samþykkir beiðnir um frestun og felur formanni að fylgja málunum eftir.

 

8. Önnur mál.

Borist hefur ein beiðni um rökstuðning vegna umsóknar nr. 17002. Nefndin felur formanni úthlutunarnefndar og formanni fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar að veita umbeðinn rökstuðning.

 

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 16.30.