Fundargerð stjórnar 31.03.2015

Ár 2015, þriðjudaginn 31 mars kom stjórn SSNV saman til fundar á skrifstofu SSNV á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 13:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV sem einnig ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Sóknaráætlun landshlutans fyrir 2015 til 2019. Verklags- og úthlutunarreglur, Umsóknareyðublöð, Samningsform fyrir styrki
Afgreiðsla. Stjórn SSNV samþykkir fyrirliggjandi verklags- og úthlutunarreglur fyrir
uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

2. Skipun fulltrúa í uppbyggingarsjóð sóknaráætlunar
Afgreiðsla
Stefán Vagn Stefánsson (formaður)
Lárus Ægir Guðmundsson
Leó Örn Þorleifsson
Jóhanna Magnúsdóttir
Ingileif Oddsdóttir

3. Skipun fulltrúa í fagráð menningar
Afgreiðsla:
Í fagráð menningar eru eftirtaldir aðilar skipaðir.
Jóhanna Magnúsdóttir (formaður)
Sigríður Svavarsdóttir
Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson
Magnús Eðvaldsson
Adolf H. Berndsen
Starfsmaður fagráðs menningar verður Ingibergur Guðmundsson starfsmaður SSNV.

4. Skipun fulltrúa í fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar
Afgreiðsla
Í fagráð atvinnu- og nýsköpunar er eftirtaldir aðilar skipaðir.
Leó Örn Þorleifsson (formaður)
Elín Aradóttir
Gunnsteinn Björnsson
Guðmundur Haukur Jakobsson
Hólmfríður Sveinsdóttir.
Starfsmaður fagráðs atvinnu- og nýsköpunar verður Sólveig Olga Sigurðardóttir
starfsmaður SSNV.

5. Samvinna í úrgangsmálun á Norðurlandi – tilnefning fulltrúa
Afgreiðsla. SSNV er samþykkt þeirri tillögu að Norðurá bs skipi fulltrúa í
samvinnunefnd í úrgangsmálum á Norðurlandi.

6. Áhersluverkefni sóknaráætlunar 2014. Markaðs- og kynningaráttak í Skagafirði, Þróun dreifináms við Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Atvinnuuppbygging í Austur Húnavatnssýslu, Átak í atvinnu og markaðsmálum í Húnaþingi vestra, Markaðsráð Norðurlands vestra
Afgreiðsla, framkvæmdastjóri kynnti stöðu verkefnanna.

7. Fundargerð sambands íslenskra sveitarfélaga, Hér með sendist til upplýsingar fundargerð 826. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 27. febrúar sl. Fundargerðin er einnig aðgengileg á vef sambandsins http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdirstjornar/searchmeetings.aspx með þeim gögnum sem voru lögð fram á fundinum.
Afgreiðsla, lagt fram til kynningar.

8. Bréf frá Vegagerðinni – vegna þróunarstyrkja til almenningssamgangna.
Afgreiðsla. Framkvæmdastjóra falið að afla frekar upplýsinga um málið og leggja fyrir
stjórn.

9. Málefni sem framkvæmdastjóri óskar að taka til umræðu. a. Vorfundur atvinnuþróunarfélaga 9 apríl, í Vestmannaeyjum. b. SSNV, skipulag, áherslur og starfsmenn.
Málið tekið nánar fyrir á næsta fundi stjórnar. c. Uppgjör sóknaráætlunar fyrir árið 2014. d. Sóknaráætlun 2015-2019 – næstu skref. e. Breytingar á bókhalds- og uppgjörsfyrirkomulagi. SSNV. Fleira ekki tekið fyrir.

 

Fundi slitið kl. 15:25 Adolf H. Berndsen (sign.) Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.) Valgarður Hilmarsson (sign.) Sigríður Svavarsdóttir (sign.) Stefán Vagn Stefánsson (sign.) Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Hér má nálgast fundargerðina á PDF.