Fundargerð stjórnar 06.09.2016

 Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð  9. fundar stjórnar SSNV  6. september 2016.

 

Þriðjudaginn 6. september kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga og hófst fundurinn kl. 09:30. 

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum. 

 

Dagskrá: 

  1. Fundargerð 8 stjórnarfundar SSNV dags 9. ágúst 2016.
  2. Samningur við ANR vegna Nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra.
  3. 24. ársþing SSNV.
  4. Fundargerðir.
  5. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi.
  6. Önnur innsend erindi lögð fram til kynningar.
  7. Stöðugreining 2016 - Byggðaþróun á Íslandi.
  8. Skýrsla framkvæmdastjóra.  
  9. Önnur mál.

 

 Afgreiðsla

1.      Fundargerð 8. stjórnarfundar SSNV dags. 9. ágúst 2016

Fundargerðin samþykkt.

 

2.      Samningur við ANR um Nýsköpunarsjóð Norðurlands vestra

Stofnun sjóðsins er hluti af tillögum Norðvesturnefndarinnar. Sjóðnum er ætlað að styrkja sérstaklega nýsköpunarverkefni sem ungt fólk stendur fyrir. Að öðru leyti munu um sjóðinn gilda reglur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra.

Stjórn samþykkir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

 

3.       24. ársþing SSNV

Unnið í dagskrá og gögnum fundarins. Samþykkt að starfandi laganefnd fái tillögur stjórnar að lagabreytingum til umfjöllunar.

 

 

4.      Fundargerðir

Fundargerð stjórnar SSS nr. 705 dags 10. ágúst 2016

Fundargerð stjórnar SSH nr. 432 dags 16. ágúst 2016

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 31.maí .2016

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 27. júní 2016

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 20. júlí 2016

Fundargerð stjórnar Eyþings dags. 24. ágúst 2016

Fundargerð stjórnar SASS nr. 510 dags. 5. ágúst 2016

Fundargerð stjórnar SSA nr. 10 dags. 18-19 ágúst 2016                       

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

 

5.        Umsagnarbeiðni frá Alþingi

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 674. mál.

Stjórn samþykkir að veita ekki umsögn um málið.

 

6.        Önnur erindi lögð fram til kynningar

Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrrar húsnæðislöggjafar á sveitarfélög.

 Lagt fram til kynningar.

 

7.         Stöðugreining 2016 – Byggðaþróun á Íslandi

Byggðastofnun hefur gefið út skýrsluna Stöðugreining 2016 -  Byggðaþróun á Íslandi.

 Skýrslan lögð fram til kynningar.

 

8.        Skýrsla framkvæmdastjóra

Framkvæmdastjóri fór yfir verkefni síðustu vikna og það sem framundan er.

 

9.        Önnur mál

a)      Kjörnefnd

Fram kom á fundinum að Bjarki Tryggvason, sem var kosinn formaður kjörnefndar á fundi stjórnar dags. 9. ágúst sl. getur ekki verið á ársþingi SSNV þann 21. október nk. Biðst hann því undan kjörinu.

Stjórn SSNV samþykkir að Þórdís Friðbjörnsdóttir taki sæti í kjörnefnd í stað Bjarka. Framkvæmdastjóra falið að kalla nefndina saman og skal nefndin kjósa sér formann á fyrsta fundi sínum.

 

b)     Lokun neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) átelur harðlega lokun Suð-vestur flugbrautar, svokallaðrar neyðarbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Ljóst er að staðsetning flugvallarins hefur afar mikla þýðingu, sérstaklega í tilliti sjúkra- og neyðarflugs. Afar mikilvægt er fyrir öryggi almennings á landsbyggðinni að flugvöllur sé staðsettur eins nærri Landspítalanum og unnt er. Því skorar stjórn SSNV á stjórnvöld og borgaryfirvöld að tryggja samhengi milli sjúkra- og neyðarflugs og staðsetningar neyðarþjónustu  Landspítalans. Ótækt er að lengja, með lokun umræddrar brautar, þann tíma sem tekur að koma íbúum landsins undir læknishendur í neyðartilfellum þegar hver mínúta getur skipt máli. 

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 11:50.

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)