Fundargerð 51. fundar stjórnar SSNV, 17. janúar 2020.

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 51. fundar stjórnar SSNV, 17. janúar 2020.

 

Föstudaginn 17. janúar 2020 kom stjórn SSNV til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 9:30. Fundurinn var boðaður þann 14. janúar 2020 en frestað vegna veðurs.

 

Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Halldór G. Ólafsson, Gunnsteinn Björnsson, Álfhildur Leifsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Verkefnisstjóri iðnaðar.
  2. Áhersluverkefni 2020.
  3. Fundir stjórnar 2020.
  4. Fundargerðir.
  5. Umsagnarbeiðnir.
  6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  7. Önnur mál.

 

Afgreiðslur

1. Verkefnisstjóri iðnaðar. 

Stjórn hefur yfirfarið gögn er varða umsóknir sem bárust um starf verkefnisstjóra iðnaðar sem auglýst var í desember. Stjórn ákveður að auglýsa starfið aftur.

 

2. Áhersluverkefni 2020.

 

Stjórn samþykkir eftirfarandi verkefni sem áhersluverkefni áranna 2020-2021 og felur framkvæmdastjóra útfærslu verkáætlana og framkvæmd þeirra.

Verkefnisstjóri iðnaðar

Matvælasvæðið Norðurland vestra

Nýting glatvarma

Fab Lab

Textíll á Húnavöllum

Smávirkjanir - Skref 1

Smávirkjanir - Skref 2

Barnamenningarhátíð

Starfamessa

Skrifstofusetur

Stafræn borg

 

 

Halldór G. Ólafsson vék af fundi undir umræðum um Matvælasvæðið Norðurland vestra.

 

3. Fundir stjórnar 2020.

 

Eins og fram kemur í starfsáætlun sem samþykkt var á 3. haustþingi SSNV þann 18. október fundar stjórn alla jafna fyrsta þriðjudag í mánuði kl. 9.30. Í samræmi við það er fundadagskrá stjórnar á árinu 2020 eftirfarandi:

 

4. febrúar.

3. mars.

7. apríl.

5. maí.

2. júní.

4. ágúst.

1. september.

6. október.

3. nóvember.

1. desember.

 

4. Fundargerðir.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

a)      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. nóvember 2019.

b)      Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 13. desember 2019.

c)      Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 9. desember 2019.

d)      Stjórn Eyþings, 18. desember 2019.

e)      Stjórn SSH, 2. desember 2019.

f)       Stjórn SASS, 18. desember 2019.

g)      Stjórn SSS, 20. nóvember 2019.

 

5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.

 

a)      Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillaga til þingsályktunar um samgönguáæltlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál. Umsagnarfrestur til 10. janúar.

b)      Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. Umsagnarfrestur til 15. janúar.

c)      Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð. Umsagnarfrestur til 15. janúar.

Umsögn hefur verið send inn um samgönguáætlanir. Umsagnarfrestur vegna frumvarpa til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og um Hálendisþjóðgarð hefur verið framlengdur til 20. janúar. Framkvæmdastjóra falið að skila inn umsögn um málin í takt við umsagnir á fyrri stigum og umsagnir sveitarfélaga á starfssvæðinu.

 

6. Skýrsla framkvæmdastjóra.

 

Flutt munnlega á fundinum.

 

7. Önnur mál.

 

a)      Styrkbeiðni frá Ingva Hrannari Ómarssyni, áður á dagskrá 43. fundar stjórnar dags. 15. apríl 2019.

 

Stjórn samþykkir að veita Ingva Hrannari Ómarssyni styrk til náms í Stanford háskóla að upphæð kr. 1.000.000 af liðnum sérstakir styrkir stjórnar á fjárhagsáætlun samtakanna fyrir árið 2020. Styrkurinn er veittur gegn því að hann haldi námskeið fyrir kennara á starfssvæði samtakanna um stafrænar lausnir í kennslu að námi hans loknu.

 

b)     Kolefnisspor Norðurlands vestra.

 

Lögð fram skýrsla um Kolefnisspor Norðurlands vestra unnin af Stefáni Gíslasyni hjá Environice. Er skýrslan hluti af áhersluverkefni áranna 2018 og 2019. Framkvæmda-stjóra falið að vinna tillögur að næstu skrefum verkefnisins.

 

c)      Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra.

 

Stjórn samþykkir að veittar verði árlegar viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni sem farið hafa fram á Norðurlandi vestra árið áður. Viðurkenningarnar verði veittar í tveimur flokkum:

  1. verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar,
  2. verkefni á sviði menningar.

Viðurkenningarnar skulu veittar á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra. Stjórn samþykkir framlagðar reglur um viðurkenningarnar.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:30.

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Gunnsteinn Björnsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir