Stórfundur íbúa um Sóknaráætlun Norðurlands vestra vel sóttur

Þriðjudaginn 3. september var haldinn stórfundur íbúa í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra í Menningarhúsinu Miðgarði, Varmahlíð. Fundurinn var vel sóttur, líflegar umræður sköpuðust og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans.

KPMG kynnti jafnframt stöðu við sviðsmyndagreiningu atvinnulífsins til ársins 2040. Tilgangur sviðsmyndagreiningar er að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða, greina helstu áhættuþætti sem geta staðið þróun svæðisins fyrir þrifum.  Sviðsmyndirnar sem settar eru fram sýna að atvinnu- og mannlíf svæðisins getur þróast í ólíkar áttir, allt eftir því hvaða ákvarðanir vera teknar og til hvaða aðgerða verður gripið á næstu árum. Unnið var með fjórar mismunandi sviðsmyndagreiningar á fundinum.