Starfshópar um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og hlutverki landshlutasamtaka

Starfshópar um stefnumótun í málefnum sveitarfélaga og hlutverki landshlutasamtaka funduðu í dag með stjórn SSNV og fulltrúum þeirra sveitarfélaga á starfssvæðinu sem ekki eiga sæti í stjórn samtakanna.

Mikilvægt er að við vinnuna sem nú stendur yfir að ríkt samráð sé haft við sveitarfélög og landshlutasamtök enda er um verulega hagsmuni þeirra að ræða. 

Á fundinum sköpuðust líflegar umræður um málefnin og fara starfshópsmeðlimir af fundi vel nestaðir ábendingum inn í áframhaldandi vinnu.