Spjallað um landbúnað

Á næstunni munum við efna til samtals um landbúnað á facebook síðu okkar. Það mun fara fram með þeim hætti að við fáum til viðtals við okkur í beinni, aðila sem hafa þekkingu og reynslu af hinum ýmsu málefnum sem tengjast landbúnaði.

Nú leitum við að hugmyndum að viðmælendum.

Í hverjum vilt þú heyra?

Settu nafn við komandi í athugasemd við færslu um málið á facebook eða greiddu atkvæði með þeim nöfnum sem koma fram með því að skella þumli við viðkomandi. Við munum svo sjá hvort við getum platað einhverja af listanum í stutt viðtal. Einnig er hægt að senda ábendingar inn á netfangið ssnv@ssnv.is.  Fyrir hvert viðtal munum við gefa fylgjendum okkar tækifæri til að senda inn spurningar til sem þeir vilja frá svör við.

Sjá nánar á facebook.