Sóknaráætlun – hvað er það?

Undanfarna mánuði hefur mikil vinna farið í vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. Ný sóknaráætlun var samþykkt á haustþingi SSNV þann 19. október sl. og þann 12. nóvember sl. var svo skrifað undir nýja sóknaráætlunarsamninga landshlutanna við samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið og mennta og menningarmálaráðuneytið. Sóknaráætlanirnar eru eins og nafnið gefur til kynna verkfæri landshlutanna til að blása til sóknar og er hugmyndin með þeim m.a. að færa vald yfir skilgreiningu mikilvægra verkefna og fjármunum heim í hérað.

 

Ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra er metnaðarfull en í henni koma fram áherslur íbúa um sóknartækifæri fyrir landshlutann. Hún mun verða leiðarljós í starfi SSNV næstu 5 ár.  Við hvetjum alla íbúa til að kynna sér efni hennar og höfum til að auðvelda það sett saman myndband með kynningu á efni hennar. Þar er farið yfir hvað þessi sóknaráætlun er eiginlega, ferli vinnunnar við gerð hennar og innihaldið.