Fólkið á Norðurlandi vestra

Á dögunum var efnt til leiks á facebook síðu SSNV þar sem fólk var beðið um að skrá í athugasemd það sem því líkaði best við að búa á Norðurlandi vestra. Fjölmargir tóku þátt og voru ástæðurnar fjölbreyttar þó rauður þráður í gegnum þær flestar hafi verið fólkið og náttúran. Við tókum athugasemdirnar saman og bjuggum til orðaský yfir það sem fram kom. Stærð orðanna segir til um hversu oft þau komu fyrir. Það er nauðsynlegt að minna sig á þau forréttindi sem við búum við á Norðurlandi vestra. Þau sjást glöggt á orðaskýinu.

Áfram Norðurland vestra!