Ráðstefna um gagnaver og umhverfismál

Verkefnisstjóri fjárfestinga hjá SSNV, Magnús Jónsson, situr nú áhugaverða ráðstefnu um gagnaver og umhverfismál. Í takt við ástandið í heiminum er ráðstefnan að sjálfsögðu haldin á netinu sem sparar auðvitað tíma, peninga og er ekki síst án neikvæðra umhverfisáhrifa. Um er að ræða ráðstefnu þar sem aðilar í gagnaversbransanum víðsvegar að úr heiminum deila reynslu og þekkingu úr greininni og tengslum hennar við umhverfismál. Seta Magnúsar á ráðstefnunni er liður í upplýsingaöflun um áhugaverð tækifæri fyrir fjárfesta á Norðurlandi vestra.

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna hér.