Nordvestur með Helga Sæmundi

Nú á sumarmánuðum heldur ætlar tónlistarmaðurinn Helgi Sæmundur Guðmundsson, best þekktur sem annar helmingurinn af dúettnum Úlfur, úlfur, að gera víðreist um Norðurland vestra. Uppgræjaður ætlar hann að festa á filmu nokkra af hápunktum landshlutans og pakka þeim snyrtilega inn með frumsaminni tónlist í stutt myndbönd, sem síðan munu birtast á Youtube og Instagramm. Þetta er hluti af átaksverkefni landshlutans í kjölfar Covid 19, sem styrkt er af Sóknaráætlun Norðurlands vestra.

Hér má sjá fyrstu prufu