Gleðilegt ár!

Við óskum íbúum Norðurlands vestra gleðilegs árs með þökkum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Um áramót líta margir um öxl og skoða hvað nýliðið ár bar í skauti sér. Hjá SSNV var ýmislegt brallað á árinu 2020 og settum við saman yfirlit yfir hluta af þeim verkefnum sem á borðum okkar var. Til viðbótar við það sem þarna er talið má nefna ýmiskonar ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga í landshlutanum, aðstoð við fjölda styrksumsókna, miðlun upplýsinga, hagsmunagæslu fyrir landshlutann, ýmiskonar vinnu við Sóknaráætlun Norðurlands vestra, þar með talið áhersluverkefni áætlunarinnar og margt, margt fleira.

Við hlökkum til að takast á við árið 2021 og leggja okkar af mörkum til eflingar landshlutans.