FREE - Hvatning, sjálfsefling og stuðningur við frumkvöðlakonur í dreifðum byggðum

SSNV er samstarfsaðili að evrópuverkefni sem hefur það að markmiði að bjóða frumkvöðlakonum í dreifðum byggðum að byggja upp hæfni þeirra og færni til að efla fyrirtæki þeirra og að víkka út tengslanet þeirra, bæði heima fyrir og í Evrópu.

Þetta verður gert með því að aðlaga að netinu aðferðarfræði persónulegra þjálfunarhringja (Enterprise Circles™) sem hefur reynst gagnlegt í því að styðja konur til að efla sjálfstraust sem og að gefa þeim hagnýtar aðferðir sem nauðsynlegar eru í rekstri. 

SSNV leitar að tveimur konum á Norðurlandi vestra til að taka þátt í verkefninu. Markhópur verkefnisins eru konur sem eru að huga að stofnun fyrirtækis, konur sem hafa nýlega stofnað fyrirtæki og frumkvöðlakonur á Norðurlandi vestra.

Þátttakendur þurfa að geta skuldbundið sig til að taka þátt í hæfnihringjum einu sinni í viku í alls fjórar vikur. Öll fræðsla er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sveinbjörgu Pétursdóttur, atvinnuráðgjafa SSNV, á sveinbjorg@ssnv.is.