Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka funda á Norðurlandi vestra

Samstarf milli landshlutasamtaka færist sífellt í aukana enda eru þau flest að glíma við svipuð viðfangsefni er lúta að eflingu landshlutanna. Formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka hittast nokkrum sinnum yfir árið til skrafs og ráðagerða. Dagana 3. og 4. júní hittist hópurinn á árlegum sumarfundi og í þetta skiptið var fundurinn haldinn á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Auk fundarsetu var farið í skoðunarferð um svæðið. Á vinnufundi hópsins var komið inn á mörg sameiginleg hagsmunamál landshlutanna, svo sem almenningssamgöngur, vinnu við gerð nýrra sóknaráætlana og samninga við ríkið þar um, hinar ýmsu áætlanir og samspil þeirra, stöðu vinnu vinnuhóps um hlutverk landshlutasamtaka o.m.fl.

 

Á myndinni sést hópurinn, ásamt þeim mökum sem slógust í hópinn í skoðunarferðum, við gagnaverið á Blönduósi. Mynd: Páll Guðjónsson.