Fólkið á Norðurlandi vestra - nýr þáttur í loftinu

SSNV hefur hafið framleiðslu á 30 hlaðvarpsþáttum undir heitinu Fólkið á Norðurlandi vestra. Hlaðvarp er í raun og veru útvarp sem ekki er sent út í línulegri dagskrá heldur má hlusta á hvenær sem er í hvaða snjalltæki sem er. Um er að ræða nýjung í starfi samtakanna og eru þættirnir hugsaðir til kynningar á íbúum Norðurlands vestra og þeim fjölmörgu áhugaverðu verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Þættirnir verða á formi viðtalsþátta. FM Trölli tekur að sér eftirvinnslu og birtingu þáttanna bæði á útvarpsstöð sinni og á hlaðvarpsveitum en starfsmenn SSNV sjá um að finna viðmælendur og taka viðtölin sjálf. Tekið er á móti ábendingum um áhugaverða viðmælendur á netfanginu ssnv@ssnv.is. Verkefnið er liður í kynningarátaki samtakanna.

Jóhanna Erla Pálmadóttir á Akri í Austur-Húnvatnssýslu er mörgum að góðu kunn fyrir störf sín tengd textíl í hinum breiðasta skilningi.

Við tókum hús á Jóhönnu og ræddum við hana um handavinnuáhugann, verkefnin sem hún hefur ráðist í og auðvitað um fálkaorðuna sem hún var sæmd sumarið 2019.

Þáttinn má nálgast hér fyrir neðan. Aðra þætti er að finna hér.