FNV - Fyrirmyndarstofnun 2020

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra hafnaði í 3. sæti í Stofnun ársins í flokki stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri í könnun Sameykis árið 2020. Skólinn hlýtur fyrir vikið sæmdarheitið Fyrirmyndarstofnun. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hlaut 1. sætið og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ 2. sætið.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra lendir í efstu sætum könnuninnar en í fyrra var skólinn í 9. sæti og árinu þar á undan í 5. sæti.  

SSNV óskar starfsmönnum og stjórnendum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.