Ertu með hugmynd að áhersluverkefni?

SSNV auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“

Áhersluverkefni eru ekki beinir verkefnastyrkir heldur er um að ræða verkefni sem unnin eru af SSNV eða öðrum þeim sem SSNV felur framkvæmd þeirra.

Dæmi um fyrri áhersluverkefni eru t.d.:

  • greining á kolefnisspori Norðurlands vestra,
  • smávirkjanaverkefni,
  • gerð Samgöngu- og innviðaáætlunar Norðurlands vestra,
  • kynningarátak gagnvart erlendum ferðaheildsölum,
  • framtíðarskipan úrgangsmála,
  • svæðisleiðsögn á Norðurlandi vestra,
  • kortlagning skapandi greina.

Hér er er að finna yfirlit yfir fyrri áhersluverkefni.

Áhersluverkefni skulu eins og fram kemur í samningi um sóknaráætlanir hafa skýra mælikvarða og vera samþykkt af stjórn SSNV*. Einnig þurfa þau að hljóta staðfestingu stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál.

Ertu með hugmynd að verkefni sem:

  • fellur að markmiðum sóknaráætlunar á einhverju þeirra fjögurra málefnasviða sem í henni koma fram, sem eru: atvinnuþróun og nýsköpun, menningarmál, umhverfismál eða menntamál og lýðfræðileg þróun.
  • hefur skírskotun til Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
  • hefur skýr markmið og árangursmælikvarða.

Þá hvetjum við þig til að senda inn hugmynd  þar sem fram kemur lýsing á verkefninu ásamt mögulegri framkvæmd þess.

Hugmyndir skulu sendar í gegnum rafrænt form fyrir 9. desember 2019. Ekki er tekið við hugmyndum eftir öðrum leiðum eða eftir þann tíma.

Gert er ráð fyrir að ákvörðun um áhersluverkefni liggi fyrir í janúar 2020.

 

*stjórn leggur mat á verkefnin og áskilur sér rétt til að gera breytingar á innsendum hugmyndum, þ.m.t. sameina sambærileg verkefni, samþykkja verkefni að hluta sem og í heild eða hafna öllum hugmyndum.