Digi2Market - samstarfsaðilar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hefur áhuga á að komast í samband við önnur atvinnuþróunarfélög, aðrar stoðstofnanir og hagsmunasamtök sem sjá sér hag í þátttöku í verkefninu Digi2Market. Markmið verkefnisins er m.a. að nýta nýjungar í stafrænum markaðs- og söluhugbúnaði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki staðsett fjarri markaði og aðstoða þau við að nýta sér stafræna möguleika til sölu og markaðssetningar. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja sem byggja á líffræðilegum auðlindum svæðisins; fisk, landbúnaði, skógrækt og öðrum tengdum iðnaði.

Verkefnið fékk styrk úr Norðuráætlanasjóði í lok árs 2018, en það er er atvinnu- og byggðþróunarsjóður sem er ætlað að stuðla að samstarfsverknum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna. NPA svæðið samanstendur af norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norður-Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Það er Údarás na Gaeltachta á Írlandi sem leiðir verkefnið. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið yfir síðasta árið og er stefnt að formlegri opnun á verkefninu seinni hlutann í september þar sem verkefnið verður kynnt. Nánari dagskrá opnunarinnar verður auglýst þegar nær dregur.

Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband á netfangið sveinbjorg@ssnv.is.