Aukið samstarf listamanna/listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa samið við Alexöndru Litaker, MA í kennslufræði með áherslu á listrannsókn, um að kanna möguleika á og koma með tillögur að auknu samstarfi listamanna/listamiðstöðva og fræðslustofnana á Norðurlandi vestra.

Markmiðið með verkefninu er að efla menningar- og listmenntun í grunn- og framhaldsskólum á Norðurlandi vestra með samstarfi listamanna, listamiðstöðva og skólanna á svæðinu.

Í lífsháttakönnun sem gerð var árið 2013 meðal nemenda 8.-10. bekkjar á Norðurlandi vestra kom fram sérstaklega mikill áhugi á listmenntun.

Með þessu verkefni er lögð áhersla á að auka og skipuleggja samstarfið með það að markmiði að efla listmenntun, nýsköpun og skapandi greinar meðal barna og unglinga í landshlutanum, fyrst og fremst á skólatíma.