Aukin markaðshlutdeild með stafrænum lausnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) opna verkefnið Digi2Market formlega með ráðstefnu um stafrænar lausnir. Markmiðið með ráðstefnunni er að kynna verkefnið og möguleika sýndarveruleika þegar kemur að markaðssetningu. Ráðstefnan verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði miðvikudaginn 25. september kl. 13:00. 

Markmið verkefnisins er að styðja við fyrirtæki á dreifbýlissvæðum sem eiga undir högg að sækja. Stefnt er að því að vinna með fyrirtækjum sem sjá sér hag í því að nýta sér stafræna markaðssetningu til að auka markaðshlutdeild sína. Þátttaka í verkefninu veitir fyrirtækjum hæfni og þekkingu í að nýta sér skynjaðan veruleika og sýndarveruleika í markaðssetningu og sölu á vöru og þjónustu. Fyrirtæki gætu nýtt sér þetta til að auka sölu á núverandi markaði eða til að ná inn á nýja markaði hérlendis eða erlendis. Þá er enn fremur stefnt að því að þátttaka í verkefninu stuðli að alþjóðlegum vexti fyrirtækja sem byggja á líffræðilegum auðlindum svæðisins; fiski, landbúnaði, skógrækt og öðrum tengdum iðnaði.

Verkefnið fékk styrk úr Norðuráætlanasjóði (NPA) í lok árs 2018, en það er atvinnu- og byggðaþróunarsjóður sem er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum sem miða að því að finna lausnir á sameiginlegum viðfangsefnum samstarfslandanna. NPA svæðið samanstendur af norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Skotlands, Írlands ásamt Norður-Írlandi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Það er Údarás na Gaeltachta á Írlandi sem leiðir verkefnið. 

Drög að dagskrá: 

Digi2Market–Aukin markaðshlutdeild með stafrænum lausnum 

13:00 Unnur Valborg Hilmarsdóttir setur ráðstefnuna 

13:10 Kynning á verkefninu Digi2Market - Sveinbjörg Rut Pétursdóttir 

13:25 Icelandic startup – Ferlinu hraðað frá hugmynd til fyrirtækis 

13:50 

1238 The Battle of Iceland – Icelandic war in virtual reality – VR tourism/entertainment business 

14:20 Léttar kaffiveitingar 

14:35 "Einu sinni var..." Edda Sólveig Gísladóttir markaðsráðgjafi hjá Kapli flytur erindi um áhrifamátt góðra sagna í markaðssetningu

14:55 Tjarnargata - Miðlun vörumerkis - Sama sagan. Nýjasta tæknin. 

15:15 Future Kitchen Virtual Reality: Identity and Communcation Campaign  

15:40 Samantekt og boð í 1238 

Allir velkomnir og þá sérstaklega fyrirtæki sem sjá sér möguleika í þátttöku í verkefninu. Skráning á viðburðinn.

Ráðstefnunni verður streymt á facebook síðu samtakanna.