Námskeið í stafrænni markaðssetningu ferðaþjónustu

 
 
Ferðamálastofa býður í samvinnu við SSNV upp á Námskeið í stafrænni markaðssetningu sem ætlað er litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Farið verður í helstu atriði stafrænnar þróunar og markaðssetningar ferðaþjónustufyrirtækja, svo sem bókunarsíður (Booking og Expedia t.d.), Google, samfélagsmiðla og heimasíður, leitarvélabestun og gerð markaðsáætlana. Þetta námskeið höfum við lengi haft í huga að bjóða upp á hér á svæðinu, þar sem við höfum skynjað ákveðna þörf fyrir góða yfirferð hlutlauss aðila um frumskóg þeirra bókunarkerfa, sem margir aðilar, einkum í gistirekstri, eru að nota. Hér verður sérstaklega farið yfir þá hluta, sem þessi kerfi bjóða aöluaðilum upp á, en hafa þótt vannýtt fram að þessu. Við höfum lengi horft til þessa námskeiðs og vonuðusmt reyndar eftir því að það kæmist „á koppin“ í kjölfar námskeiðs kollegana hjá NMÍ (já þetta í Gránu) sem sum ykkar sóttu síðasta vetur en aðstæður höguðu því öðruvísi.
Námskeiðið verður lifandi og hagnýtt og gert er ráð fyrir að þátttakendur bretti upp ermar við eigin tölvu og vinni markvisst á meðan á námskeiðinu stendur .
Kennari er Inga Rós Antoníusdóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu kennir í gegnum netið.
Fulltrúar frá SSNV verða "á kantinum".
 
• Áhersla á lítil og meðalstór fyrirtæki.
• max.: 10-12 þátttakendur. Kennt er í litlum hópum til þess að hægt sé að vinna markvisst á staðnum.
2ja daga námskeið: 30.nóvember og 14.desember.
 
Námskeiðið er styrkt af SSNV og þátttökukostnaði því algjörlega stiilt í hóf. Hann mun eftir uppstillingu og þátttakendafjölda vera á bilinu 5.000 til 10.000 krónur pr. þátttakanda.
 
Þeim sem hafa áhuga á þessu námskeiði er bent á að hafa samband, sem fyrst við david@ssnv.is