Nýsköpun og atvinnuþróun

Atvinnuþróunarfélag 

SSNV er atvinnuþróunarfélag sem stuðlar aukinni atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi vestra. 
Meðal helstu verkefna má nefna atvinnu- og byggðaþróun, sem felur í sér mótun samræmdrar stefnu um atvinnu- og byggðaþróun. 
 
SSNV samstarfar einnig í nánu samstarfi við sveitarfélög, opinbera aðila og félagasamtök að eflingu búsetuþátta, sem m.a. snúa að samgöngum, verslun og þjónustu, húsnæðismálum, félagslegu umhverfi, menntunar- og menningarmálum.
 

Atvinnuráðgjöf SSNV

  • Veitum ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á svæðinu
    • svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti o.fl.
  • Leggjum áherslu á nýstofnuð fyrirtæki, fyrirtæki í nýjum atvinnugreinum og fyrirtæki sem hafa afgerandi áhrif á atvinnulíf svæðisins.
  • Veitum upplýsingar um mögulega fyrirgreiðslu, styrki og aðstoð annarra aðila
  • Leitum samstarfs við stofnanir í stoðkerfi atvinnulífs, fyrirtækja og aðra aðila sem vinna ráðgjafar- og leiðbeiningarstarf í atvinnumálum.

Atvinnuráðgjafar SSNV eru staðsettir á Hvammstanga, Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki.

Hafðu samband við atvinnuráðgjafa og bókaðu viðtal, það kostar ekkert.