Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Kjörið tækifæri að kynnast framleiðendum úr héraði og bæta á birgðir fyrir haustið
Startup Landið - rafrænn kynningarfundur
Startup Landið er 7 vikna nýsköpunarhraðall fyrir verkefni á landbyggðinni.
Rafrænn kynningarfundur fer fram þriðjudaginn 18. ágúst nk. frá kl. 12:00 til 12:30 í gegnum TEAMS, þar var farið yfir öll helstu atriði Startup Landið ásamt því að fólki gafst kostur á að spyrja spurninga.
SSNV vinnur þessar vikurnar að verkefni sem felst í mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir Norðurland vestra.
Í tengslum við það verkefni verða íbúafundir í öllum sveitarfélögum Norðurlands vestra þar sem unnið verður að mótun sameiginlegrar samskiptastefnu fyrir landshlutann í heild. Markmiðið er að fá íbúa landshlutans til að sammælast um fyrir hvað svæðið stendur og að samskipti þeirra á milli byggist á jákvæðni og bjartsýni.
Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV, 15. ágúst 2025
Fundargerð 125. fundar stjórnar SSNV, 21. júlí 2025
Fundargerð 124. fundar stjórnar SSNV, 16. júní 2025
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir kröftugum hjúkrunarfræðingi á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða í stöðu sérfræðings með aðsetur á þjónustuskrifstofunni á Hvammstanga. Helsta hlutverk skrifstofunnar er að annast umsýslu og ráðgjöf varðandi greiðslur fæðingarorlofs, sorgarleyfis og ættleiðingarstyrkja. Auk þess annast skrifstofan móttöku og þjónustu við atvinnuleitendur og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.